top of page
Søg
  • Guðmundur Daníelsson

Framkvæmdir að hefjast

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við lagningu á ljósleiðarakerfinu. Verktakinn okkar, SH Leiðarinn sem bauð lægst í vinnu við verkefnið að undangengnum útboði, er smám saman að koma tækjum sínum á verkstað og hefjast handa við að setja niður brunna meðfram Biskupstungnabrautinni frá Reykholti að Geysi. Ljósleiðararör voru plægð niður, samhliða lagningu á rafstreng á þessari leið og stefnt að því að ljúka vinnu í kring um rafstrenginn áður en spennu verður hleypt á hann.

Í Reykholti er einnig unnið að uppsetningu á tengimiðju kerfisins. Þar er verið að setja upp fjarskiptaskápa og gera rýmið tilbúið til þess að gegna hlutverki tengimiðjunnar.

Þegar lokið verður við að setja niður brunnana sem áður voru nefndir geta íbúar átt von á því að jarðvinnutæki birtist nærri heimilum og öðrum tengistöðum. Samkvæmt núgildandi verkáætlun verður hafist handa við Myrkholt. Svæðið sem er undir í fyrsta áfanga verksins nær til Myrkholts, Kjóastaða, Geysis-svæðisins og að Múla. Þess þarf vart að geta að veður stjórnar ferðinni að töluverðu leiti þessar vikurnar og þar með framgangi verksins. Því má vera að verkáætlun hnikist til og á það í raun við á meðan á öllum verktíma stendur. Með hækkandi sól má búast við auknum umsvifum og framgangi verksins.


Gunnar Skaptason gegnir hlutverki eftirlitsaðila fyrir Bláskógabyggð í verkefninu. Ef spurningar vakna eða þörf er á því að hafa samband við eftirlit verksins er velkomið að hafa samband við hann í síma 618-1880 eða á netfangið gos@blaskogabyggd.is



122 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page