top of page

Starfshópur skilar ráðherra skýrslu um landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði snemma árs 2014 um alþjónustu í fjarskiptum og útbreiðslu háhraða nettenginga hefur skilað Ólöfu Nordal innanríkisráherra skýrslu um landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða. Haraldur Benediktsson, formaður starfshópsins, og Páll Jóhann Pálsson, sem einnig sat í starfshópnum, skiluðu ráðherra skýrslunni þann 11. mars 2015.

"Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða" er yfirskrift skýrslunnar og þar er að finna útfærslur á markmiðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er vaðar byggðarmál. Settar eru fram tillögur um leiðir að að þeim markmiðum.

Tillögum skýrslunnar er skipt í tvo meginþætti. Annars vegar eru tillögur að breytingum á lögum og reglum um fjarskiptamarkaðinn, hins vegar tillögur sem eru undirstöður „landsátaks“ í uppbyggingu fjarskiptakerfa sem miða að því að öll heimili og fyrirtæki eigi kost á raunverulegri háhraða nettengingu og er það megintillaga hópsins.

Fréttin birtist fyrst á vef stjórnarráðs Íslands.

Haraldur Benediktsson, Ólöf Nordal og Páll Jóhann Pálsson við afhendingu skýrslunnar

bottom of page