Félagið Bláskógaljós stofnað
Á 230. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2019 var ákveðið að stofna félag vegna fyrirhugaðrar lagningu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu.
Í fundargerð fundarins segir m.a:
"Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram undirbúningi verkefnisins á þeim grundvelli sem ræddur var á fundinum. Lögð voru fram drög að gjaldskrá og er þeim vísað til samþykktar á næsta sveitarstjórnarfundi. Opnuð verður heimasíða vegna verkefnisins, haldinn íbúafundur í Aratungu mánudaginn 6. maí n.k. kl. 20 og í framhaldinu farið í heimsóknir á styrkhæfa tengistaði. Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði B-hluta félag, Bláskógaljós, til að halda utan um verkefnið."
Þann 3. maí 2019 barst tilkynning frá Ríkisskattstjóra um að félagið Bláskógaljós kt. 430519-0349 með aðsetur að Aratungu, 801 Selfossi væri komið á virðisaukaskattsskrá.