top of page
Søg

Áfangi 2 er tilbúinn og hvað svo ?

Það er gleðilegt að tilkynna að áfangi 2 er tilbúinn. Það þýðir að íbúar í þeim áfanga getu nú pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sinni þjónustuveitu. Til upprifjunar nær áfangi 2 frá Múla um Geysi að Myrkholti. Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að undir flipanum "Spurt og svarað" hér á síðunni er að finna spurningaflokk um þjónustuveitur og það getur verið fróðlegt og vonandi gagnlegt að renna í gegnum þær spurningar og þau svör sem þar er að finna.


Nú þegar hefur töluverður fjöldi notenda fengið heimsókn frá fulltrúa sinnar þjónustuveitu og njóta nú þerra gæða sem ljósleiðaratenging býður upp á. Þetta eru notendur í áföngum 5 og 8.


Þar með er þremur af tíu áföngum í verkefninu lokið. Áfangi 1 er á lokametrum og ég vænti þess að innan tveggja vikna geti íbúar sem tilheyra þeim áfanga einnig pantað sér fjarskiptaþjónustu. Verktakar okkar vinna nú hörðum höndum að því að ljúka við lagningu í áföngum 3 og 4 og halda að því loknu í áfanga 10.


196 visninger1 kommentar

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page