top of page
Søg
  • Guðmundur Daníelsson

Áfangar 5 og 8 tilbúnir

Það er stór stund í dag hjá Bláskógaljósi. Þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir notendur í áföngum 5 og 8 og þeim gefið grænt ljós á að tengja notendur í þessum áföngum. Fljótlega eftir helgina verða því fyrstu notendur tengdir við fjarskiptabúnað fjarskiptafyrirtækja og þar með hefst eiginleg notkun á ljósleiðarakerfinu. Rétt er að minna á að þegar notendur panta sér fjarskiptaþjónustu er mjög mikilvægt að hafa við hendina LL númerið sem stendur á inntaksboxi viðkomandi tengistaðar. Það gæti t.d. verið LL103.T08.01 eða eitthvað í þeim dúr. Þetta er einkvæmt númer sem tryggir að við fáið þá tengingu sem þið pantið afhenta á réttum stað í kerfinu.

.

164 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page