top of page
Søg
  • Guðmundur Daníelsson

Kynning á því sem í boði er um ljósleiðara

Kvöldstund með fjarskiptafélögum


Þann 29. júní n.k. verður kynningarfundur frá kl. 17:00 – 20:00 í Aratungu. Þar gefst íbúum kostur á að hitta sölufulltrúa fjarskiptafélaga sem selja internet, sjónvarps og símaþjónustu. Það er í boði að fá verðtilboð og panta sér fjarskiptaþjónustu á staðnum. Auk þess verða fulltrúar Bláskógaljóss á staðnum til að svara spurningum um verkefnið.


Lagning á ljósleiðara í Bláskógabyggð gengur samkvæmt áætlun. Senn líður að því að fyrstu notendur geti tengst kerfinu. Áfangar 1, 2, 5 og 8 eru mjög langt komnir og við vonumst til þess að íbúar í umræddum áföngum geti tengst kerfinu upp úr mánaðarmótum júní / Júlí.


Kynningafundurinn er kjörinn vettvangur til þess að bera saman þær vörur, verð og þjónustu sem fjarskiptafélögin bjóða ykkur. Undir "Spurt og svarað" hér á síðunni er sérstakur kafli sem heitir "Um þjónustuveitur". Það gæti verið klógt að kíkja á þær spurningar og svör sem þar koma fram og vopna sig eins vel og kostur er fyrir fundinn.


Kynningafundurinn er með þeim hætti að fjarskiptafélögin setja upp kynningabása og taka á móti íbúum og öðrum áhugasömum. Þetta er því "maður á mann" samkoma þar sem hægt er að kíkja við hvenær sem er á tímabilinu 17:00 til 20:00.


Hlökkum til að sjá sem flesta.



154 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page