top of page
Søg
  • Guðmundur Daníelsson

Framkvæmdir hafnar að nýju

Eins og glöggir íbúar hafa orðið varir við hafa framkvæmdir að mestu legið niðri frá áramótum þar sem verktakinn okkar taldi það illmögulegt, vegna frosts í jörð, að plægja og sinna annarri jarðvinnu. Undanfarnar vikur hefur orðið breyting á og smám saman er að færast fjör í leikinn. Búið er að blása ljósleiðarastreng í töluvert af þeim rörum sem búið var að plægja og einnig er búið að ganga frá inntökum nokkurra húsa.


Áfangaskipting verksins gegnir lykilhlutverki. Útboðsgögnin kveða á um það að vinna við verkið miði að því að vinnu við hvern áfanga ljúki að fullu sem fyrst eftir að vinna hefst við viðkomandi áfanga. Megin markmið þessa er að notendur geti hafið notkun á ljósleiðaranum sem fyrst og að vinnan á hverju svæði sé markviss. Áfangaskiptingin er komin inn á síðuna svo að íbúar geta nú fundið út hvaða áfanga þeir tilheyra. Þess ber að geta að verktakinn okkar ræður því í hvaða röð áfangarnir vinnast. Þó liggur fyrir, skv. upplýsingum frá verktakanum að röð fyrstu áfanga verksins verður 2, 8, 1 og 5.


Búið er að vinna töluvert mikið í áfanga 2 og framkvæma það sem hægt er miðað við frost í jörðu að mati verktakans. Vinna í áfanga 8 er hafin og íbúar sem tilheyra þeim áfanga geta átt von á því að inntök verði sett í hús og fleira í þeim dúr á næstu dögum. Við vonumst svo til þess að jarðýtur og önnur tæki sem til þarf til þess að plægja niður rör komist á stjá fljótlega svo að þeir hlutar stofnkerfisins, sem vantar uppá í fyrstu áföngum verksins komist á sinn stað.234 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page