top of page
Søg
  • Guðmundur Daníelsson

Áfangar 3 og 4 eru tilbúnir

Verktakinn okkar hefur sent inn niðurstöður gæðamælinga fyrir áfanga 3 og 4. Slíkar gæðamælingar eru gerðar til þess að tryggja að allir ljósþræðir innan kerfis Bláskógaljóss uppfylli þær kröfur sem lýst er í útboðsgögnum. Þær kröfur tryggja gæði kerfisins miðað við kröfur dagsins í dag og til framtíðar.

Slíkar mælinga eru mikilvægar fyrir notendur og eigendur Bláskógaljóss og einnig fyrir verktakann okkar enda sýna þær fram á gæði vinnunar sem átt hefur sér stað. Niðurstöður mælinganna eru þó ekki síður mikilvægar fyrir fjarskiptafélögin. Fjarskiptafélögin reiða sig á að gæði hvers ljósþráðar sé með þeim hætti að þjónustan sem fjarskiptafélögin selja um ljósleiðarakerfið skili sér til notenda. Af þeirri ástæðu fá fjarskiptafélögin aðgang að niðurstöðunum. Fjarskiptafélögunum hefur nú verið sendur mælingalisti fyrir áfanga 3 og 4 og því er ekkert því til fyrirstöðu fyrir þá íbúa sem tilheyra áföngum 3 og 4 að panta sér og fá afhenta þá fjarskiptaþjónustu sem í boði er.

Nú þegar hafa hátt í tuttugu notendur sem tilheyra áföngum 3 og 4 pantað sér fjarskiptaþjónustu og verið tengdar upp í tengimiðjunni í Aratungu.


67 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page